Um okkur
Menam WOK er nýr og spennandi staður í Mathöll Höfða í Reykjavík.
Menam opnaði fyrst sem veitingastaður að Eyravegi 8 á Selfossi árið 1997 og hefur verið í eigu sömu íslensku stórfjölskyldunnar síðan árið 1999. Eftir stutt hlé opnaði Menam Thai ásamt nýjum stað, Menam Dim Sum, í Mjólkurbúinu Mathöll í nýjum miðbæ Selfoss.
Menam, sem er thailenska og þýðir við fljótið, býður upp á girnilega rétti úr fersku, gæða hráefni, matreidda undir thailenskum áhrifum. Með því að nýta besta mögulega hráefni úr nærumhverfinu hverju sinni og matreiða með töfrum thailenskrar matargerðar, drögum við það besta fram frá báðum heimum.

Menam WOK
Uppskriftir af réttunum okkar eiga rætur að rekja til thailensks stofnanda Menam og hæfileikaríks starfsfólks okkar í gegnum tíðina. Við höfum kynnst töfrum thailenskrar matargerðar og lært frá fyrstu hendi af thailendingum sem starfað hafa hjá fjölskyldunni í gegnum árin - og sem sumir hverjir gera enn. Með það veganesti hefur grunnurinn verið byggður að Menam eins og það er í dag.
Á Menam WOK í Mathöll Höfða bjóðum við upp á ferska og freistandi WOK rétti þar sem hinar rómuðu Menam uppskriftir liggja til grundvallar. Ferskleiki og gæða hráefni gegna lykilhlutverki í réttunum sem eru WOK eldaðir jafnóðum, eftir pöntunum.

Staðsetning og opnunartími
Við erum opin alla daga frá kl. 11:30 - 21:00!
Við erum staðsett í Mathöll Höfða, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík.